Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 151 svör fundust

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

Nánar

Hvað merkir 'halló' eiginlega?

Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...

Nánar

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

Nánar

Hvað þýðir að einhenda sér í eitthvað?

Sögnin að einhenda merkir að ‛lyfta eða kasta með annarri hendi; kasta af afli’, til dæmis „Hann einhenti steininum í rúðuna“. Sambandið að einhenda sér í eitthvað er einkum notað um að ráðast í framkvæmd með þeim ásetningi að ljúka henni. Eiginlega er sá sem er að einhenda sér í verk að kasta sjálfum sé...

Nánar

Hvernig er málshátturinn sem byrjar svona: „Nauðsyn er nytjanna...”?

Spurt er um málshátt sem hefst á „Nauðsyn er nytjanna ...” Ekkert dæmi er um þetta í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Ekki hefur sambandið heldur í þeim málsháttasöfnum sem ég hef haft undir höndum. Mér flýgur því í hug að um upphaf vísuorðs í kvæði geti verið að ræða án þess að hafa fundið það. Ef frekari leit le...

Nánar

Hvernig er sögnin að „vaxa” í 2. persónu et.?

Sennilegast er að sögnin að vaxa sé í 2.p.et. þú vex. Ég sagði „sennilegast” því að þær málfræðibækur sem ég leitaði til svöruðu ekki spurningunni. Svo virðist sem menn sneiði almennt hjá að nota sambandið því að í gagnasafni Orðabókar Háskólans var ekkert dæmi þar sem 2.p. kom fyrir. Í stórum textabanka, sem l...

Nánar

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...

Nánar

Þegar við segjum „nú er mælirinn fullur”, hvaða mæli er þá átt við?

Mælir sá sem vísað er til í orðasambandinu er að öllum líkindum kornmælir, samanber orðatiltækið kornið/dropinn fyllir mælinn. Líkingin er þá sótt til þess er verið var að mæla korn með ákveðinni stærð af mæli (þ.e. mæliíláti eða mælikeri, samanber mæliglas og desílítramál). Þegar mælirinn var fullur komst ekki me...

Nánar

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

Nánar

Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?

Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...

Nánar

Hvað þýðir að vera starsýnn og í hvaða orðflokki er orðið?

Lýsingarorðið starsýnn merkir ‘sá sem starir lengi á e-ð, er stareygður’. Orðið er samsett úr star- af sögninni stara ‘horfa lengi og fast á e-ð’ og sýnn ‘sá sem sér’. Síðari liðurinn -sýnn er til dæmis notaður í orðunum:einsýnn ‘auðsær; eineygður; hlutdrægur’víðsýnn ‘hleypidómalaus’þröngsýnn ‘skammsýnn, ófrjálsly...

Nánar

Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Aðalmerkingarnar eru tvær: ‘særa einhvern lítillega, veita einhverjum smásár’ og stýrir hún í því tilviki alltaf þolfalli samkvæmt dæmasafni Orðabókar Háskólans; ‘hreinsa til dæmis endaþarmsop’.Í eldra máli stýrði sögnin einnig þolfalli í seinna tilvikinu og þannig...

Nánar

Er af hverju skrifað í einu eða tveimur orðum?

Af hverju er ritað í tveimur orðum. Fyrra orðið er forsetningin af sem stýrir falli spurnarfornafnsins hver. Fallið er þágufall og kynið hvorugkyn. Hugsa má sér að sambandið sé liðfellt, það er að á eftir fornafninu hafi farið nafnorð í hvorugkyni, til dæmis: „Af hverju tilefni er þessi fundur? sem verður við liðf...

Nánar

Fleiri niðurstöður